30. okt. 2014

Íþróttavika NFVÍ

Vikuna 27. - 31. október stendur Íþróttafélag Verzlunarskólans fyrir hinni árlegu Íþróttaviku, þar sem íþróttalíf skólans blómstrar og nær hámarki.
Í þessari viku gefst nemendum kostur á að fylgjast með og taka þátt í fjölbreyttum íþróttum og eru íþróttaviðburðir í hverju hléi og eftir skóla.
Meðal þeirra fjölmörgu viðburða í vikunni eru bekkpressukeppni, crossfit sýning, borðtennismót, skvassæfing, jóga með Ingveldi íþróttakennara og stjórnarbolti, en þar eigast við stjórn Nemendafélagsins og vel valið lið kennara.
Borðtennisborð, pógóvellir og fótboltavöllur skreyta marmarann þessa vikuna og er mikið líf og fjör í frímínútum hjá nemendum.Fréttasafn