4. nóv. 2014

Heimasíða Verzlunarskólablaðsins

Ritnefnd Verzlunarskólablaðsins hefur sett upp vefsíðu þar sem árbókin mun verða aðgengileg öllum á veraldarvefnum. Þetta er í fyrsta skipti sem slík síða er sett upp í tengslum við útgáfu Verzlunarskólablaðsins. 

http://www.v81.is/
Markmið síðunnar er að setja fordæmi fyrir tæknivæðingu innan nemendafélagsins og að veita fyrrum nemendum skólans aðgang að efni blaðsins án þess að þurfa að ná sér í eintak. Sá möguleiki er fyrir hendi að senda inn tillögur að efni í gegnum vefsíðuna með því að smella á hnappinn "senda inn efni". 
Eitt af því sem stendur upp úr á síðunni eru ljósmyndir af Holuhraunsgosinu sem teknar voru af fyrrum nemanda skólans Snorra Björnssyni úr flugvél Ernir Air. Hægt verður að fylgjast með gerð blaðsins í vetur í gegnum síðuna en þann 20. mars 2015 munu allar greinar, viðtöl, ljóð og smásögur verða birtar í heild sinni.

Fréttasafn