9. nóv. 2014

Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands - Bingó

Mánudaginn 10. nóvember mun Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands halda hið árlega bingó þar sem veglegir vinningar eru í boði. Bingóið hefst klukkan 20:00.

Eitt bingóspjald kostar 300 kr.

Tvö bingóspjöld kosta 500 kr.

GVÍ, Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands, hefur látið margt gott af sér leiða í gegnum árin. Til að mynda stóð GVÍ að því að reisa leikskóla í Kenía, í samstarfi við samtökin Tears for Children, sem fékk nafnið Litli Verzló. GVÍ hefur einnig fjármagnað byggingu á vatnsbrunni við skólann og hafa nemendur þar af leiðandi aðgang að hreinu vatni. Í ár hefur GVÍ ákveðið að halda áfram samstarfi við Litla Verzló með því að reisa barnaskóla sem tekur við nemendum sem útskrifast úr leikskólanum. Jafnframt mun GVÍ útvega tölvur til menntaskóla í skólaþorpi ABC í Kitetikka í Úganda.

Við hvetjum alla til að mæta og styrkja þetta góða málefni.


Fréttasafn