17. nóv. 2014

Bjarni Daníel sigraði í Vælinu

Vælið, söngkeppni Verzlunarskóla Íslands, fór fram föstudaginn 14. nóvember sl. í Eldborgarsal Hörpu. Óhætt er að fullyrða að keppnin hafi verið glæsileg og tekist vel í alla staði. Á Vælinu komu fram 13 stórglæsileg söngatriði frá nemendum skólans og var sigurvegari kvöldsins Bjarni Daníel Þorvaldsson með lagið „Kissing a Fool“. Í öðru sæti var Ari Páll Karlsson með lagið „Sombody To Love“ og í þriðja sæti Ruth Tómasdóttir með lagið „Lady Marmalade“.  
Fréttasafn