19. nóv. 2014

Kynning á Nordjyllands Idræthøjskole

Sigríður Löve og Þórunn Sigurjónsdóttir, nemendur í íþróttalýðháskóla á Norður Jótlandi í Danmörku munu kynna skólann sinn í Rauða sal, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 15:40. Skólinn leggur aðaláherslu á íþróttir og geta nemendur valið úr fjölda íþróttagreina til að stunda í skólanum. Skólinn býður upp á íþróttagreinar eins og fitness, spinning, boltaíþróttir, maraþon og þríþraut. Eins eru námskeið í boði sem gefa réttindi til að starfa sem einkaþjálfari, skíðakennari, spinningkennari, sundkennari, nuddari og fleira. 

Allir velkomnir.

Fréttasafn