Vilhelm Sigfús - framúrskarandi kennari
Eðlis- og stjórnufræðikennarinn Vilhelm Sigfús Sigmundsson hlaut á dögunum viðurkenningu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands sem framúrskarandi framhaldsskólakennari. Það eru nemendur í Háskóla Íslands sem tilnefna þá framhaldsskólakennara sem höfðu mikil áhrif á þá og voru þeim hvatning og innblástur í námi.
Samstarfsfólk Fúsa samgleðst honum innilega enda er hann vel að þessari viðurkenningu kominn.