16. des. 2014

Frá Góðgerðarráði VÍ

Starf G.V.Í. hefur að markmiði sínu að safna styrkjum sem renna til góðra málefna og hafa umsvifin vaxið ár frá ári. Það höfum við fundið bæði með fjölmiðlaumfjöllun sem og veigameiri fjárstyrkjum sem hafa gert okkur kleift að styrkja fleiri málefni.

Málefnin sem verða styrkt í ár eru meðal annars UN Women og Mæðrastyrksnefnd. Þá erum við einnig í samstarfi við ABC og stofnuðum skóla í Úganda sem heitir “Litli Verzló”. Nú er komið að því að byggja grunnskóla fyrir HIV smituð börn svo að þau geti farið í nám, fengið þá menntun sem þau þurfa og átt bjartari framtíð. Fyrir hönd Góðgerðarráðsins langar okkur til þess að kanna nánar hvort þið vilduð leggja ykkar af mörkum til þess að styrkja okkar málefni og um leið hjálpa þeim sem eiga bágt og minna mega sín.

Við höfum fengið í umboðssölu svokölluð stafahálsmen. Um er að ræða hálsmen frá OSSA SKART úr silfri með fallegum steinum í . Með því að kaupa þetta fallega hálsmen fyrir aðeins 5000 kr. fæst falleg jólagjöf um leið og þið leggið ykkar af mörkum við að tryggja betri lífsgæði fyrir litlu Verzlinganna okkar í Afríku.

Hægt er að panta hálsmen hjá:

Ellen Huld: 8682708 - ellen.huld@gmail.com

Svava: 7828788 - svahjoh@verslo.is

Fréttasafn