12. mar. 2015

Fjölbreytileikanum fagnað í kvöld

Í kvöld fimmtudaginn 12. mars kl: 20:00 verður fyrirlestur í Bláa sal Verzlunarskólans þar sem fjölbreytileikanum verður fagnað og nemendur, foreldrar og aðrir gestir fræddir um hin ýmsu mál er varða hinsegin fólk. Fyrirlesturinn er skipulagður af nemendum Verzlunarskóla Íslands og nemendum Menntaskólans í Reykjavík.

Fulltrúi samtakanna 78' verður með kynningu ásamt fyrirlestri frá Gunnlaugi Braga Björnssyni. Rædd verða málefni er varða LGBTQ+ nemendur, auk þess sem tækifæri gefst til fyrirspurna er varða þessi mál.

Fréttasafn