20. mar. 2015

Frakklandsferð

Vikuna 8.-14. mars dvöldu fjórir nemendur Verzlunarskólans í Lycée Albert de Mun í 7. hverfi í París ásamt tveimur kennurum. Dvöl þeirra er liður í stóru Erasmus+ Evrópuverkefni níu landa sem fjallar um ungt fólk og lýðræði. Ferðin gekk afar vel og nemendurnir, Þórður Sigurgeirsson, Gréta Arnardóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Auður Óskarsdóttir stóðu sig með miklum ágætum og voru skólanum til sóma. Nemendurnir dvöldu á frönskum heimilum og var dagskrá vikunnar fjölbreytt og skemmtileg. Meðal annars fóru nemendurnir í ratleik um París, sigldu á Signu, fengu leiðsögn um franska Senatið og heimsóttu borgarstjóra 7. hverfisins.

Fréttasafn