20. mar. 2015

Mikill fjöldi á opna húsinu

Við þökkum kærlega fyrir allan þann fjölda sem mætti á opna húsið í gær. Starfsfólk og nemendur skólans kynntu námsframboð, inntökuskilyrði, félagslíf og húsnæði skólans. Gestirnir sýndu bæði skólanum og nýjum námsbrautum mikinn áhuga en skólinn mun kenna eftir nýrri námskrá á næsta skólaári þar sem nemendur munu útskrifast á þremur árum í stað fjögurra. Við hvetjum alla 10. bekkinga til að kynna sér vel þær námsbrautir og námsleiðir sem framhaldsskólar bjóða uppá, velja út frá áhugasviði sínu og taka vel upplýsta ákvörðun um val sitt á framhaldsskóla.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á opna húsinu. 

Fréttasafn