20. mar. 2015

Vika franskrar tungu og keppni frönskunema

Daníel Alexander Pálsson nemandi í 6-R hreppti 3. sætið í keppni frönskunema sem haldin var á Borgarbókasafninu, Tryggvagötu, laugardaginn 21. mars. Alls tóku 3 nemendur frá Verzlunarskólanum þátt í keppninni, en það voru auk Daníels, þær Gunnhildur Sif Oddsdóttir 6-R og Gréta Arnarsdóttir í 5-B. Keppnin var liður í viku franskrar tungu og að henni stóðu Félag frönskukennara á Íslandi og Sendiráð Frakklands á Íslandi. Þema keppninnar í ár var "La France de la diversité" eða "Frakkland margbreytileikans".  

Keppendur skrifuðu tvo texta. Annars vegar sömdu þeir texta um efnið sem mátti vera prósi, ljóð, slamm, rapp eða lagatexti og tóku flutning sinn upp á myndband. Hins vegar skrifuðu keppendur 100 orða texta þar sem þeir útskýrðu nálgun sína á efninu. Sigurvegari keppninnar kom frá Kvennaskólanum og í öðru sæti var nemandi frá Borgarholtsskóla.

Fréttasafn