24. mar. 2015

Páskabingó 26. mars

Fimmtudaginn 26. mars kl. 20:00 mun 6. bekkjarráð standa fyrir páskabingói sem haldið verður í bláa sal Verzlunarskólans.

Eitt bingóspjald kostar 400 kr.

Tvö bingóspjöld kosta 700 kr.

Þrjú bingóspjöld kosta 1000 kr.

Allur ágóði rennur í söfnunarsjóð útskriftanema en leið þeirra liggur í útskriftarferð til Marmaris á Tyrklandi í maí. Veglegir vinningar eru í boði og má þar helst nefna fjórhjólaferð fyrir tvo frá Eskimo Travel, silfurpakka frá Formal stúdentshúfum, gjafakort á veitingastaði og páskaegg nr. 10.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Fréttasafn