26. mar. 2015

Ný vefsíða - www.verzlo.com

Við kynnum með stolti nýja vefsíðu sem komin er í loftið en hún er hönnuð með það í huga að útskýra þriggja ára námið í Verzló. Á síðunni má finna myndbönd sem kynna þessar breytingar auk nákvæmra útskýringa á hverri námsbraut fyrir sig.

Framleiðslufyrirtækið IRIS sá um gerð síðunnar og þökkum við þeim kærlega fyrir vel unna síðu. Stofnendur fyrirtækisins eru þeir Jakob Gabríel Þórhallsson, Andri Páll Alfreðsson og Jónas Bragi Þórhallsson en þeir hafa margvíslega reynslu á mismunandi sviðum kvikmyndagerðar og eru þeir jafnframt allir nemendur við Verzlunarskóla Íslands.

Hér má sjá nýju vefsíðuna: www.verzlo.comFréttasafn