26. mar. 2015

Nemendaheimsókn til Haderslev

Hópur nemenda úr 4. bekk, ásamt tveimur kennurum, lagði land undir fót í síðustu viku. Flogið var til Kaupmannahafnar og síðan ekið með rútu til Haderslev á Suður Jótlandi. Þar heimsótti hópurinn Haderslevs Katedralskole sem er almennur danskur menntaskóli. Nemendur gistu hjá dönskum nemendum, ferðuðust og unnu verkefni saman. Farið var í heimsókn til Odense, á slóðir rithöfundarins H.C. Andersen, í þjóðgarð við Vadehavet og yfir þýsku landamærin til Flensborgar. Hópurinn fékk leiðsögn um staðina og ýmsa fræðslu. Ferðin gekk afar vel og voru bæði nemendur og kennarar ánægðir með dvölina og samskipti sín við frændur sína Dani. 

Fréttasafn