26. mar. 2015

Frakkar í heimsókn

Vikuna 20. – 27.mars eru 25 nemendur frá menntaskólanum Lycée Chateaubriand í Rennes Frakklandi í heimsókn. Þeir eru gestir nemenda í Verzló sem valið hafa frönsku sem þriðja mál. Með í för eru þrír kennarar sem allir kenna námsgreinar sínar að hluta til á ensku. Markmiðið með heimsóknunum er að nemendur kynnist landi og þjóð gestgjafa sinna. Um helgina voru frönsku nemendurnir alfarið í umsjá gestgjafa sinna en í þessari viku fylgjast þeir með skólalífinu og heimsækja helstu ferðamannastaði í nágrenni Reykjavíkur. Ferðirnar eru alfarið greiddar af þátttakendum en reynt er að halda öllum kostnaði í lágmarki. Ekki er annað að heyra af gestum okkar en að þeir séu alsælir með móttökurnar og njóta dvalarinnar. Nemendur okkar munu síðan sækja Frakkana heim næsta haust.

Fréttasafn