15. apr. 2015

Nemendaheimsókn til Tolmin í Slóveníu

16 nemendur Verzlunarskólans ásamt tveimur kennurum eru nýkomnir heim eftir vikudvöl í Tolmin í Slóveníu í tengslum við nemendaskiptaverkefni milli Verzlunarskólans og Gimnazija Tolmin. Viðfangsefni verkefnisins er Think Global, Act Local – The Importance of Green Energy, Sustainability and Innovation. Það er skemmst frá því að segja að Verzlóhópurinn var ákaflega ánægður með dvölina og móttökur þar ytra. Nemendur kynntu verkefni sem þeir hafa verið að vinna að, skoðuðu hina undurfögru náttúru héraðsins, fóru í vettfangsferðir í vatnsaflsvirkjun og í fyrirtæki sem framleiðir rafmagn með sólarsellum. Slóvensku nemendurnir koma svo til Íslands í lok september næstkomandi. Á myndinni má sjá nemendur og kennara frá Verzló og Gimnazija Tolmin fyrir framan sólarsellur


Fréttasafn