22. maí 2015

Um námsframvindu

Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga. Í meginatriðum gerist eftirfarandi:

Nemendur sem falla á vorönn (maí) verða að endurtaka áfangann og verða próf haldin í júní. (Nemendur geta ráðið því hvort þeir taka júníprófin eða ekki. Hins vegar er hér um "tækifæri" númer 2 hjá nemendum að ræða hvort sem þeir taka prófið eða ekki). Þeir sem falla aftur geta þá tekið áfangann í þriðja sinn í fjarnámi VÍ og verða próf haldin í ágúst.

Athugið að nemendur sem voru með fall í áfanga fyrir jól geta ekki þreytt endurtekt í sama áfanga í júní, enda er þá um fjórðu tilraun að ræða. Dæmi: Nemandi í 3. bekk sem féll í BÓK113 eða NÁT113 í desember og hefur enn ekki staðist hann hefur ekki lengur endurtökurétt í þeim áfanga.

Nemandi sem fellur í allt að 3 áföngum á rétt á að þreyta endurtektarpróf eða endurtaka viðkomandi áfanga í fjarnámi VÍ. Falli hann í fleirum en þremur áföngum þá telst hann fallinn á árinu. Ef nemandi fellur þrisvar í sama áfanga, og sá áfangi er undanfari annars áfanga, telst hann endanlega fallinn. (Unnið úr skólareglum á netinu.)

Mælt er eindregið með því að nemendur nýti sér endurtökuprófin í júní og losi sig við falláfanga sem fyrst. Prófin verða 1. – 4. júní og eru nemendur sjálfkrafa skráðir í þau. Nánari próftafla verður auglýst síðar á heimasíðu skólans. Þeir sem endurtaka í maí þurfa að skrá sig sérstaklega í fjarnámið á fjarnámsvefnum (www.verslo.is/fjarnam ) fyrir 9. júní.

Fréttasafn