25. maí 2015

Brautskráning stúdenta 2015

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 23. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Alls brautskráðust 295 nýstúdentar, 287 úr dagskóla og 8 úr fjarnámi. Fjölmennasti hópurinn kom af náttúrufræðibraut, eða 145, 115 af viðskiptabraut, 35 af félagsfræðabraut. Í útskriftarhópnum voru 164 stúlkur og 131 piltur.

Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af aldarafmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir m.a. að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins með þátttöku í félagslífi o.þ.h.

Dúx skólans var Einar Gunnlaugsson með I. ágætiseinkunn, 9.3. Hann hlaut bókagjöf og námsstyrk úr VÍ 100 að upphæð 500.000 kr.

Semidúx skólans var Harpa Brynjarsdóttir með I. ágætiseinkunn 9.3. Hún hlaut bókagjöf og námsstyrk úr VÍ 100 að upphæð 300.000 kr.

Aðrir nemendur með I. ágætiseinkunn fengu einnig bókagjafir og námsstyrk úr VÍ 100 að upphæð 150.000 kr. en það voru:

Andrea Björnsdóttir
6E
9,2
Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir
6I
9,2
 Rakel Guðrún Óladóttir
6S   9,0

                                           

                          

                                       


Fréttasafn