16. jún. 2015

Vélritun og undirbúningsnámskeið í stærðfræði

Nemendum sem skráðir eru á 1. námsár 2015-2016 gefst kostur á að ljúka vélritunaráfanganum VÉLR1FI02 í fjarnámi í sumar. Standist nemandi áfangann í ágúst telst honum lokið. Í brautarlýsingu er gert ráð fyrir að áfanginn verði kenndur samhliða tölvuáfanganum TÖLV2RT05 ýmist á haust- eða vorönn, eftir bekkjum, og munu þeir sem ekki hafa lokið áfanganum þreyta hann þá. Skráning er til 29. júní.

Til þess að tryggja sem jafnastan undirbúning nemenda í stærðfræði verður boðið upp á sérstakt undirbúningsnámskeið (STÆ-Undirbúningur) fyrir nýnema í ágúst. Um þriggja daga staðlotu er að ræða og fer kennsla fram dagana 11., 12. og 13. ágúst í húsnæði Verzlunarskólans. Námskeiðið er valfrjálst en sem viðmið eru hér nokkur verkefni sem eru sambærileg þeim sem farið verður í á námskeiðinu. Geti nemandi leyst verkefnin með góðu móti er hann hugsanlega með næga færni og getur sleppt námskeiðinu. Skráning er til 1. ágúst.

Skráning fer fram á heimasíðu fjarnámsins. Athugið, að skráningu lokinni þarf að skruna efst á síðuna til þess að staðfesta innritunina og fær viðkomandi þá tölvupóst um leið. Bæði námskeiðin eru nemendum að kostnaðarlausu.

Fréttasafn