21. ágú. 2015

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema

Foreldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum fimmtudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þar sem skólastjóri fer í stuttu máli yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Stjórnendur skólans, námsráðgjafar, for-varna- og félagslífsfulltrúar og fulltrúar frá stjórn nemendafélagsins munu sitja fyrir svörum og að því loknu verður foreldrum og forráðamönnum boðið að hitta umsjónarkennara í kennslustofum. Hér er ekki um einstaklingsviðtöl að ræða heldur er gert ráð fyrir að umsjónarkennari hvers bekkjar ræði við alla foreldra/forráðamenn samtímis.

Stjórnendur skólans, deildarstjórar, námsráðgjafar, forvarna- og félagslífsfulltrúar og fulltrúar frá stjórn nemendafélagsins verða til taks á Marmaranum og bóka-safnið verður opið.

Fréttasafn