9. sep. 2015

Danskir nemendur í heimsókn

  • Danskir nemendur í heimsókn

Dagana 6.-12. september verða 27 danskir nemendur og 2 kennarar frá Rysensteen menntaskólanum í heimsókn. Þetta er þriðja árið í röð sem skólarnir vinna saman að verkefnum sem lúta að nýtingu á hreinni orku og líftæknirannsóknum. Samstarfið hefur verið afar farsælt og er það von okkar að dönsku gestirnir og íslensku gestgjafarnir eigi góða viku saman. Í næsta mánuði fara svo íslensku nemendurnir ásamt tveimur kennurum sínum til Kaupmannahafnar.

Fréttasafn