Fyrirlestur um málefni flóttafólks
Miðvikudaginn 16.september verður hraðatafla fyrir hádegi og verður haldinn fyrirlestur um málefni flóttafólks kl 11. Fyrirlesarar eru Gísli Einarsson, fréttamaður og Sigríður Víðis Jónsdóttir upplýsingafulltrúi UNICEF.
Gísli Einarsson starfar sem fréttamaður hjá RÚV en hann vann nýlega að gerð heimildamyndarinnar "Flótti á Miðjarðarhafi" sem fjallar um flóttamenn frá Afríku sem freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið. Tilgangurinn var að safna upplýsingum um þann gríðalega fjölda flóttamanna sem reynir að komast yfir hafið frá Afríku til Evrópu í leit að betra lífi.Sigríður Víðis Jónsdóttir er upplýsingafulltrúi UNICEF og rithöfundur en hún skrifaði m.a. bókina Ríkisfang: ekkert. Flóttinn frá Írak á Akranes.
Hraðataflan 16. sept.
Kennslustund - Tími | |
1 - 08:15-09:00 | |
2 - 09:20-10:05 | |
3 - 10:15-11:00 | |