Verið velkomin á foreldrakvöld í Verzló - Bláa sal
VERIÐ VELKOMIN Á FORELDRAKVÖLD Í VERSLÓ
Þriðjudaginn 29. sept. kl. 19.30 býður Foreldraráðið öllum foreldrum í Versló á foreldrakvöld með góðum veitingum, skemmtilegri samveru og fjölbreyttri dagskrá sem er eftirfarandi:
AÐALFUNDUR Foreldrafélagsins
- Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins
NFVÍ – Hvað er að gerast í vetur?
- Kynning stjórnar NFVÍ á því sem framundan er í félagslífinu í vetur
FRÍMÍNÚTUR (hlé)
- Tækifæri til tengslamyndunar yfir kaffibolla, gosi og góðum veitingum
„Jákvæð samskipti“ - fyrirlestur
- Páll Ólafsson, félagsráðgjafi og fimm barna faðir verður með áhugaverðan en umfram allt skemmtilegan fyrirlestur um samskipti foreldra og unglinga. Hann veltir m.a. upp spurningunum: Hvað ber að varast, hvernig næ ég sambandi, hvað á ég að segja? Fyrirlestur Páls hefur hlotið mikið lof foreldra en efnistök hans og ábendingar þykja afar gagnlegar enda oft flókin áskorun bæta og brýna samskiptamynstrið.
DAGSKRÁRLOK – áætluð um kl. 22.00
Um leið og við hvetjum alla foreldra að fjölmenna á Foreldrakvöldið, fræðast og hafa gaman saman, vekjum við athygli á því að „Foreldraráðsglugginn“ hefur nú verið opnaður. Þetta þýðir að sjálfsögðu frábært tækifæri fyrir hressa foreldra að gefa kost á sér í stjórnina í stað þeirra sem nú ljúka störfum. Hægt er að senda okkur skilaboð í gegnum FB síðu Foreldrafélagsins, senda formanni Foreldraráðsins tölvupóst á netfangið mariabjorkoskars@gmail.com eða gefa sig fram á sjálfum aðalfundinum. Þeir sem vilja hjálpa til við ballgæslu á einu balli eða svo í vetur geta gert það með sama hætti.
Bestu kveðjur og HLÖKKUM TIL að sjá ykkur sem flest á Foreldrakvöldinu.
FORELDRARÁÐIÐ