15. okt. 2015

Stuttmyndin Heilabrot

  • Stuttmyndin Heilabrot

Stuttmyndin Heilabrot sem gerð var af ungmennaráði UNICEF var sýnd í Bláa sal í gær. Myndin varpar ljósi á úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinnur gegn þeim fordómum sem ungmenni með geðraskanir upplifa. Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Meðal þeirra sem tóku þátt í gerð myndarinnar eru þær Lilja Hrund Lúðvíksdóttir og Arna Dís Arnþórsdóttir en þær eru báðar nemendur við skólann. Myndin hlaut mikið lof nemenda skólans í gær.

Að gefnu tilefni viljum við koma því á framfæri að í skólanum eru starfandi þrír námsráðgjafar sem eru trúnaðarmenn nemenda og bundnir þagnarskyldu. Þeir veita nemendum ýmis konar ráðgjöf m.a. varðandi persónuleg mál og vísa nemendum til viðeigandi meðferðaraðila ef þörf krefur.

Nemendur og foreldrar/forráðamenn er ávallt velkomið að leita til námsráðgjafa hvert sem erindið er.


Fréttasafn