18. nóv. 2015

Birtingarmyndir kynjanna í félagslífi framhaldsskólanema

Rakel Magnúsdóttir og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir kynjafræðingar komu í Verzlunarskóla Íslands og héldu fyrirlestur fyrir stjórn nemendafélagsins um birtingarmyndir kynjanna í félagslífi framhaldsskólanema. Umfjöllun þeirra var mjög áhugaverð og sýnir glögglega að birtingarmyndir kven- og karlímynda í myndbandaefni framhaldsskólanema einkennist af hefðbundnum staðalímyndum þar sem víða er að finna skýra tilvísun í klámvæðinguna. Í úttekt þeirra kemur einnig fram að kynjuð birtingarmynd og orðræða hefur færst frá skólablöðum yfir á efni frá myndbandaráðum skólanna.

Við þökkum Rakel og Kolbrúnu kærlega fyrir komuna.

Fréttasafn