Birting einkunna, prófsýning og námsframvinda
Nemendur munu sjá nú lokaeinkunnir sínar í INNU. Það er afar mikilvægt að nemendur og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga (sjá skólareglur 5.3 og 5.4). Prófsýning fyrir dagskóla og fjarnám verður fimmtudaginn 20. desember milli klukkan 8:30 og 10:00 og eru þeir nemendur sem ekki ná þeim árangri sem þeir vonuðust eftir hvattir til þess að mæta á prófsýninguna.
Brot úr skólareglu 5.3: Nemen dur sem falla á haustönn (desember) eiga rétt á endurtekningarprófi og verða próf haldin í janúar. (Nemendur geta ráðið því hvort þeir taka janúarprófin eða ekki. Hins vegar er hér um "tækifæri" númer 2 hjá nemandanum að ræða hvort sem hann tekur prófið eða ekki). Þeir sem falla aftur taka þá áfangann í þriðja sinn í fjarnámi Verzlunarskólans og verða próf haldin í maí.
Brot úr skólareglu 5.4. Nemandi má að hámarki endurtaka 3 áfanga. Falli hann í fleirum en þremur áföngum þá telst hann fallinn á árinu. Ef nemandi fellur þrisvar í sama áfanga telst hann endanlega fallinn.
Nemendur sem hafa endurtökurétt eru sjálfkrafa skráðir í prófin og verða þau lögð fyrir 4. til 8. janúar. Nánari próftafla kemur á heimasíðu skólans síðar.
Próftökugjald í endurtektarprófum er kr. 9.000 pr. áfanga. Undanskildir eru VÉLR1FI02 og íþróttir. Prófgjald er kr. 3.000 í þessum áföngum.