20. sep. 2018

#egabaraeittlif

#egabaraeittlif er minningarsjóður fjölskyldu Einars Darra sem lést langt um aldur fram aðeins 18 ára, hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í maí sl. vegna lyfjaeitrunar. Minningasjóðurinn er í nafni Einars Darra og er ætlaður fyrir ungmenni í fíknivanda. Ákveðið hefur verið af forsvarsmönnum sjóðsins að byrja á því að einblína á forvarnir og varpa ljósi á þann allsherjar vanda sem misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum er hér og þá sérstaklega á meðal ungmenna, allt niður í grunnskóla. Algengt er að almenningur og sér í lagi ungmenni geri sér ekki grein fyrir því hversu skaðleg, ávanabindandi og lífshættuleg slík lyf eru og hversu algeng misnotkun á þeim er.

Námsráðgjafar skólans gengu í stofur í vikunni og afhentu nemendum og starfsfólki bleik armbönd sem eru kærleiksgjöf frá Minningarsjóðnum, áminning um að við eigum bara eitt líf.

Þá keypti skólinn bleika boli, merkta átakinu, sem starfsmenn skólans munu klæðast á viðburðum á vegum skólans í vetur.

 

Fréttasafn