15. ágú. 2018

Nýnemakynning

Þann 17. ágúst eiga nýnemar að mæta í Bláa sal á 2. hæð kl. 10.00. Skólastjóri mun þar setja skólann og ávarpa nýnema sérstaklega. Að skólasetningu lokinni fá nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið. Þeir fá til að mynda afhent aðgangs- og lykilorð að tölvukerfi skólans, fara í myndatöku hjá NFVÍ og íþróttakennarar skólans verða með hópefli. Nýnemum verður svo boðið í hádegismat í mötuneyti skólans.

Stundatöflu nýnemakynningarinnar má sjá hér: stundatafla-nynema-agust-2018 .

Fréttasafn