Opið hús

Fimmtudaginn 6. mars kl. 15 opnum við dyr skólans og bjóðum nemendum í 10. bekk að koma í heimsókn.

Gestir fá klukkutíma kynningu á náminu og félagslífi skólans, auk þess sem hin vinsæla Verslólest leiðir hópinn í skoðunarferð um skólann.

Skráning hefst 1. mars á vef skólans fyrir þá sem vilja kynna sér skólann betur. Boðið verður upp á fjögur holl sem hægt er að skrá sig í. Við hvetjum áhugasama til að nota þetta tækifæri til að kynna sér betur það sem skólinn hefur upp á að bjóða og fá svör við spurningum sínum.

Fyrir þá sem komast ekki 6. mars verður auka opið hús miðvikudaginn 9. apríl. Skráning á það opna hús hefst 1. apríl á vef skólans.

Aðrar fréttir