Opið hús 9., 10. og 11. mars

Í ljósi nýrrar reglugerðar um sóttvarnir í skólum, sem tók gildi 24. febrúar, er ánægjulegt að geta tilkynnt að við munum opna hús okkar fyrir nemendum sem ljúka 10. bekk nú í vor.

Opna húsið verður dagana 9., 10. og 11. mars og þurfa nemendur að skrá sig sérstaklega á ákveðna heimsóknartíma vegna fjöldatakmarkana. Við hvetjum áhugasama til þess að skrá sig sem fyrst og nýta sér þetta tækifæri til þess að kynna sér betur það sem skólinn hefur uppá að bjóða og fá svör við þeim spurningum sem þeir kunna að hafa.  Skráning fer fram hér.

Á opna húsinu fá 10. bekkingar upplýsingar um námið og námsframboðið, skoðunarferð um skólann og kynningu á félagslífi nemenda.

Upplýsingar um innritun

Jöfnun hlutfalls kynja í Verzlunarskólanum

Aðrar fréttir