6. mar. 2020

Opnu húsi frestað

Í ljósi þess að lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna vegna Covid19-veirunnar hefur opnu húsi sem vera átti 10. mars í Verzlunarskólanum verið frestað. Áfram er stefnt að því að bjóða nemendum 10. bekkjar, ásamt foreldum og forráðamönnum á opið hús áður en innritun lýkur í júní.

Nemendum í 10. bekk, ásamt foreldum og forráðamönnum þeirra er bent á að kynna sér vel þær upplýsingar sem eru á heimasíðu skólans um nám við Verzlunarskólann, inntökuskilyrði og innritun.

Hægt er að senda póst á netfang skólans, verslo@verslo.is, varðandi frekari fyrirspurnir um inntöku nemenda og nám í VÍ.

Fréttasafn