18. okt. 2019 : Haustleyfi 18. til 21. október

Skólinn verður lokaður vegna haustleyfis nemenda og starfsmanna frá föstudeginum 18. til mánudagsins 21. október. Hefðbundið skólahald hefst aftur þriðjudaginn 22. október.

11. okt. 2019 : Gjöf frá afmælisárangi 25. ára stúdenta

Skólanum barst á vormánuðum gjöf frá afmælisárgangi 25 ára stúdenta, útskrifuðum 1994.
Gjöfin var veglegur styrkur sem ætlaður var til tækjakaupa fyrir starfrænu smiðju skólans. Keyptir voru tveir 3-D prentarar og eru þeir staðsettir í stofu 1.
3-D prentara er til dæmis hægt að nota í ýmsa hönnunarvinnu, meðal annars til frumgerðasmíða, til að búa til hluti sem hægt er síðan að gera mót eftir og steypa í hin ýmsu efni og jafnvel til að búa til nákvæma eftirmynd af hönnuðinum sjálfum.
Þetta er ómetanleg gjöf sem gefur nemendum okkar enn eitt verkfærið til að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika. 

8. okt. 2019 : Verið velkomin á foreldrakvöld í Versló 8. október

Kæru foreldrar nemenda í Verzló.
Þriðjudaginn 8. október nk. kl. 19.30 býður Foreldraráðið öllum foreldrum í Versló á Foreldrakvöld með góðum veitingum, skemmtilegri samveru og fjölbreyttri dagskrá í Bláa sal Versló.

Dagskráin verður eftirfarandi:
AÐALFUNDUR Foreldrafélagsins - Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
KYNNING Nemendafélags Verzlunarskólans (NFVÍ) – Hvað er að gerast í vetur? Stjórn NFVÍ kynnir fyrir foreldrum hvað er framundan í félagslífinu í vetur.

8. okt. 2019 : Nemendur heimsækja Rennes

Dagana 20. til 28. september dvaldi 23 manna nemendahópur ásamt tveimur kennurum í borginni Rennes á Bretagne skaga. Dvöldu nemendur sem flestir eru með frönsku sem 3. mál, hjá frönskum fjölskyldum og kynntust við það frönskum háttum og siðum, auk þess sem þau þjálfuðu færni sína í tungumálinu.

Farið var í skoðunarferðir til Mont Saint Michel, sem er klaustur staðsett á lítilli eyju í Normandie, farið var á Omaha og Utah strendurnar þar sem ein frægasta og afdrifaríkasta innrás seinni heimsstyrjaldar var gerð. Þessi innrás er betur þekkt undir nafninu D-Day eða d-dagurinn, en þann 6.júní 1944 gengu sveitir bandabanna á land við strendur Normandie og olli landgangan þáttaskilum í stríðinu.

25. sep. 2019 : Evrópska Ungmennaþingið á Íslandi

Ef þú hefur áhuga á alþjóðlegum málefnum, sjálfbærni eða að eignast vini um allan heim, þá er þessi ráðstefna fyrir þig!
Dagana 16.-20. október næstkomandi mun Evrópska Ungmennaþingið á Íslandi halda ráðstefnu fyrir ungt fólk í Verzlunarskóla Íslands. Ráðstefnan ber heitið „Sustainability – Modern Solutions taking the lead“ og fer fram á ensku. Þátttakendur eru ungt fólk frá Íslandi ásamt einstaklingum frá 40 öðrum löndum. Ráðstefnan er þing þar sem þú sem ungur einstaklingur ert að taka virkan þátt og rökræða við aðra til komast að sameiginlegum lausnum.

25. sep. 2019 : Ráðstefna Evrópska ungmennaþingsins

Dagana 11.-13. september héldu þrír nemendur á þriðja ári til Óslóar til að taka þátt í ráðstefnu á vegum Evrópska ungmennaþingsins. Það voru þau Bergur Daði (3-H), Ella María (3-B) og Snædís (3-X).

Umfjöllunarefni ráðstefnunnar var sjálfbærni þéttbýla og hvernig leysa mætti vandamál á borð við matarsóun, flýtitísku (e. fast fashion) og mengun sjávar. Nemendurnir tóku þátt í nefndarvinnu og sömdu tillögur um hvernig ætti að kljást við þessi vandamál. Síðan voru tillögurnar ræddar og kosið um þær á allsherjarþingi ráðstefnunnar. 

18. sep. 2019 : Jarðfræðiferð

Nemendur í jarðfræði í bekkjunum 1-Y og 1-X fóru í blíðskapaveðri í jarðfræðilferð um Suðurland. Þingvellir voru skoðaðir með jarðfræðina í huga þar sem nemendur kynntu sér flekarekið í Almannagjá. Því næst var brunað að Sólheimajökli og á leiðinni var farið yfir helstu eldfjöllin sem gætu gosið á næstunni.

Þessa vikuna er umhverfisvika í skólanum og því var ákveðið að fara austur að Sólheimajökli og sjá hvernig jöklar landsins hafa bráðnað vegna hlýnandi loftslags vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Nemendum þótti tilkomu mikið að sjá umhverfi jökulsins og hreint ótrúlegt að sjá alla þær breytingar sem hafa átt sér stað á mjög stuttan tíma. 

13. sep. 2019 : Vinningshafar í Edrúpotti á nýnemaballi 2019

Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:

Egill Magnússon 1-Y - 10 miða kort í Matbúð
Salvör Dalla Hjaltadóttir 1-R - 15.000 kr. gjafakort frá foreldrafélagi VÍ
Unnur María Davíðsdóttir 1-U – Tvö gjafakort á Hamborgarafabrikkuna
Haraldur Helgi Agnarsson 1-F - 15.000 kr. gjafakort frá foreldrafélagi VÍ
Freyja I Bjargardóttir Benjamin 1-F - Tveir miðar á næsta ball NFVÍ haust 2019
Dagur Þórisson 1-B - AirPods
Agnes Helga Gísladóttir 1-D - 15.000 kr. gjafakort frá foreldrafélagi VÍ
Helga Ósk Gunnsteinsdóttir 1-U - 15.000 kr. gjafakort frá foreldrafélagi VÍ

10. sep. 2019 : Nemendur heimsækja Hamborg

Dagana 31. ágúst – 6. september lögðu 21 nemendur á öðru ári með þýsku sem 3. mál land undir fót til Hamborgar ásamt tveimur kennurum. Nemendurnir dvöldu hjá þýskum fjölskyldum og unnu að semeiginlegu Erasmus verkefni með nemendum úr Ida Ehre Schule í Hamborg þar sem aðaláherslan var á sögu og þróun Hamborgar.
Nemendur fóru í skoðunarferðir, heimsóttu stofnanir og heimsóttu einnig skemmtigarðinn ”Heidepark” 

9. sep. 2019 : Kerfisstjóri

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kerfisstjóra í 100% starf.

Meginhlutverk kerfisstjóra er að reka og bera ábyrgð á tölvukerfi skólans og veita starfsmönnum og nemendum tölvuþjónustu.

Hæfnikröfur:
• Háskólamenntun eða sérfræðimenntun sem nýtist í starfi.
• Góð þekking á rekstri tölvukerfa í Microsoft umhverfi, MS-SQL, Hyper-V sýndarumhverfi, Cisco Meraki netkerfis, Office 365 stjórnun, MS Exchange o.fl.
• Þekking á Moodle kennslukerfi æskileg.
• Þekking á Innu nemendabókhaldi og kennslukerfi æskileg.
• Þekking á asp, java og PowerShell er kostur.
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.

5. sep. 2019 : Fyrsta ball vetrar

Nemendafélagið heldur sitt fyrsta ball í kvöld, fimmtudaginn 5. september. Ballið verður haldið í Origo höllinni sem er staðsett á æfingasvæði Vals að Hlíðarenda. Ákveðið var í skólaráði að gera tilraun með að gefa leyfi í 1. tíma eftir ball og mun því kennsla falla niður í 1. tíma á morgun, föstudag. Skrifstofa skólans opnar skv. venju klukkan 8:00.

Síða 2 af 54