19. maí 2019 : Brautskráning

Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 25. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 14:00 (stúdentsefni mæta klukkan 13:20) og má reikna með að hún standi yfir í um tvo tíma. Að brautskráningu lokinni ganga stúdentar að Aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum. Gera má ráð fyrir því að það taki u.þ.b. hálftíma.

Stúdentsefnin eru um 300 og salurinn tekur um 900 gesti. Reiknað er með að hverjum nemanda fylgi 2-3 foreldrar eða forráðamenn. Ef þörf er á sérúrræðum, t.d. vegna fötlunar, þá biðjum við viðkomandi að senda póst á verslo@verslo.is .

9. maí 2019 : Verzlunarskóli Íslands hlýtur Grænfánann

Verzlunarskóli Íslands fékk sinn fyrsta grænfána afhentan þann 29. apríl síðastliðinn. Katrín Magnúsdóttir, sérfræðingur Landverndar afhenti fánann við hátíðlega athöfn, en hann er viðurkenning á því að skólinn hafi staðist kröfur sem byggja á alþjóðlegum stöðlum verkefnisins, Skólar á grænni grein. Verkefnið snýr að því að mennta nemendur í sjálfbærni og umhverfisvernd og byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða. Skólinn fær að flagga fánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð, ef haldið er áfram því góða starfi sem hafið er.

7. maí 2019 : Peysó 2019 - vinningshafar í edrúpotti

66 nemendur blésu. Eftirfarandi nöfn voru dreginn úr pottinum. Til hamingju vinningshafar!
Líkt og áður er notast við random.org til að finna vinningshafana.

2. maí 2019 : Íslenskukennari

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða íslenskukennara í 100% starf fyrir skólaárið 2019-2020.
Hæfnikröfur:
· Háskólapróf í íslensku.
· Hæfni í mannlegum samskiptum.

Við bjóðum:
· Góða vinnuaðstöðu.
· Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.

2. maí 2019 : Peysufatadagurinn

Peysufatadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Eftir hátíðlega dagskrá í Bláa sal skólans er haldið í rútu niður í miðbæ þar sem nemendur ganga niður Laugarveginn og stíga dans á Ingólfstorgi. Dagskráin endar svo á hádegisverði í Perlunni.

29. apr. 2019 : Afgreiðslutími bókasafnsins í prófunum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 3. maí til og með 16. maí eftirfarandi:

23. apr. 2019 : Nemendur heimsækja Spán

Dagana 5. – 11. apríl voru 23 spænskunemendur af 2. ári staddir í Erasmus-nemendaskiptaverkefni á Spáni ásamt Hildu og Sigrúnu spænskukennurum og Klöru áfangastjóra. SMART (Sharing Methodologies Attitudes Responsibilities and Thinkings) er verkefnið í samstarfi við Colegio CODEMA skóla í Gijon í Asturias á norður Spáni. Móttökurnar voru höfðinglegar og m.a. tók borgarstjórinn á móti hópnum ásamt nemendum frá Spáni. Í þeirri móttöku héldu tveir nemendur okkar Óttar Ómarsson í 2-H og Dagný Birna Indriðadóttir í 2-R ræður á

10. apr. 2019 : Vinningshafar í Edrúpottinum

Steinunn Björg Böðvarsdóttir 3-S; gjafamiði fyrir 2 á Búlluna
Ari Sigfússon 3-R; 15.000 kr. frá foreldrafélagi Verzló
Ada Björnsdóttir 3-A; gjafamiði fyrir 2 á Búlluna
Haukur Sveinsson 3-X; 15.000 kr. frá foreldrafélagi Verzló
Atli Hrafnkelsson 3-A; 15.000 kr. frá foreldrafélagi Verzló
Soffía Steingrímsdóttir 3-R; 15.000 kr. frá foreldrafélagi Verzló
Arnór Gunnarsson 3-X; 15.000 kr. frá foreldrafélagi Verzló
Birta Karen Tryggvadóttir 3-H; gjafamiði fyrir 2 á Búlluna

10. apr. 2019 : Vörumessa

Vörumessa Ungra frumkvöðla fór fram í Smáralind 5. og 6.apríl. Alls tóku 550 nemendur úr 13 skólum þátt í vörumessunni.

Vörumessan er hluti af frumkvöðlaáfanga sem nemendur á viðskiptabraut og nýsköpunar- og listabraut taka á lokaári sínu í Verzlunarskóla Íslands. Í ár tóku um 150 nemendur frá Verzlunarskóla Íslands þátt og stóðu sig vel.

Fyrirtækið Sylque frá Verzlunarskólanum sem selur silkikoddaver van

28. mar. 2019 : Nemendur heimsækja Brüssel

Dagana 6. – 11. mars lögðu nemendur alþjóðabrautar á 3. ári land undir fót og heimsóttu merkisborgina Brüssel. Meðal viðkomustaða 3-A í borginni má nefna Framkvæmdastjórn ESB, safn um Evrópuþingið, sendiráð Íslands í Belgíu og síðast en ekki síst, fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu. Síðastnefnda heimsóknin var sérlega eftirminnileg; móttökur og kynning framúrskarandi, auk þess að fastanefndin er nýflutt í nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar samtakanna. Þá var einnig skotist til miðaldaborgarinnar Bruges, skoðuð dómkirkja heilags Mikjáls og Gúdúlu (þau eru verndardýrlingar Brüssel) og farið á heimaleik með Anderlecht. Heimsóknin er hluti áfangans LOKA3ES05 sem er lokaverkefnisáfangi alþjóðabrautar. 

20. mar. 2019 : Opið hús 21. mars

Fimmtudaginn 21. mars verður Verzlunarskóli Íslands opinn fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra á milli kl. 17.00 - 18.30. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna námsframboð, þá aðstöðu sem stendur til boða og félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum til að taka á móti gestum og svara spurningum og munu nemendur bjóða upp á leiðsögn um skólann. Bókasafn skólans verður opið gestum og eru allir hjartanlega velkomnir þangað.

20. mar. 2019 : Heimsókn

Dagana 17. til 24.mars taka 23 nemendur á 1. ári með þýsku sem 3.mál á móti nemendum úr menntaskólanum Ida Ehre Schule í Hamburg, en Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og er staðsett norðarlega í Þýskalandi.
Dvelja nemendurnir hjá íslenskum fjölskyldum og kynnast við það íslenskum háttum, siðum og venjum. Auk þess vinna þeir að sameiginlegu Erasmus verkefni með íslensku nemendunum þar sem aðáherslan á Íslandi verður á náttúru og legu landsins. Nemendurnir fara á Þingvöll og Gullna hringinn, heimsækja Hellisheiðavirkjun og Náttúrminjasafnið í Perlunni, að endingu fara þeir í Bláa lónið.
Í September 2019 munu síðan íslensku nemendurnir dvelja í eina viku hjá þýskum fjölskyldum í Hamborg. Aðaláhersla verkefnisins þar verður á sögu og þróun Hamborgar.

Síða 3 af 53