Peysufatadagur
Þriðjudaginn 3. maí er peysufatadagur 2. árs nema. Dagurinn hefst á dagskrá í skólanum en síðan fara nemendur í rútum að Hallgrímskirkju og þaðan ganga þau niður á Ingólfstorg þar sem dansað verður. Gert er ráð fyrir þeim hjá Hallgrímskirkju klukkan 12:00 og áætlað er að dansinn verði stiginn á Ingólfstorgi klukkan 12:20. Snæddur verður hádegisverður í Gullhömrum og dagskránni lýkur með balli um kvöldið.
Við hvetjum forráðamenn til að gera sér ferð á Ingólfstorg og fylgjast með þeim þegar þau stíga dansinn á Ingólfstorgi.
9:00 | Mæting upp í Versló |
9:30 | Dagskrá hefst |
12:00 | Gengið frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg |
12:20 | Dansað á Ingólfstorgi |
13:00 | Myndataka við H.Í. |
14:00 | Matur í Gullhömrum |