19. maí 2021

Prófsýning og endurtektarpróf

Prófsýning verður föstudaginn 21. maí milli 8:30 og 9:45. Nemendur sem þurfa að þreyta endurtektarpróf eru sérstaklega hvattir til að mæta á prófsýningar og skoða prófúrlausnir sínar. Vegna persónuverndarsjónarmiða geta nemendur einungis séð eigin úrlausnir og tekið af þeim myndir. Ekki er leyfilegt að samnemandi taki myndir af prófúrlausnum bekkjarsystkina. Komist nemandi ekki á prófsýningu geta foreldrar komið fyrir hönd barna sinna ef þau eru yngri en 18 ára. Nemendur sem ekki komast á prófsýningu og eru með fall í lokaprófi og á leið í endurtekt, geta sent tölvupóst á kennara sinn daginn sem einkunnir eru birtar og óskað eftir að fá prófúrlausn sína senda til sín í tölvupósti. Athugið að þetta á einungis við um nemendur sem falla í áfanga og þurfa að endurtaka hann. Nemendur sem ekki komast á prófsýningu um jól geta óskað þess í janúar að sjá prófúrlausn sína hjá kennara eða á skrifstofu skólans.

Endurtektarpróf verða haldin dagana 2.-4. júní. Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim lágmarkskröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga. Í meginatriðum gerist eftirfarandi: Nemendur sem falla á vorönn (maí) verða að endurtaka áfangann og verða próf haldin í júní. (Nemendur geta ráðið því hvort þeir taka júníprófin eða ekki. Hins vegar er hér "tækifæri" númer 2 hjá nemendum hvort sem þeir taka prófið eða ekki). Þeir sem falla aftur geta þá tekið áfangann í þriðja sinn og eiga að gera það í fjarnámi VÍ. Próf í fjarnámi verða haldin í ágúst. Nánar má lesa um reglur skólans á heimasíðunni.

Nemandi má að hámarki endurtaka 3 áfanga. Falli hann í fleirum en þremur áföngum (vélritun telst ekki með) þá telst hann endanlega fallinn á árinu og hefur ekki rétt til endurtöku áfanga. Ef nemandi fellur þrisvar í sama áfanga telst hann endanlega fallinn. (Unnið úr skólareglum á netinu.)

Fréttasafn