02.09.2024 Samhugur og samstaða skólasamfélagsins Það ríkir sorg í skólasamfélagi Verzlunarskólans eins og samfélaginu öllu vegna fráfalls elsku Bryndísar Klöru nemanda skólans á 2. ári. Þrátt fyrir sorgina var fallegur dagur í dag þegar nemendur og starfsfólk sýndu samhug og samstöðu og heiðruðu minningu Bryndísar Klöru með því að klæðast bleiku. Samhugur, samstaða og vinátta hefur verið ríkjandi og hafa nemendur, hver af öðrum, sýnt fjölskyldu Bryndísar Klöru hluttekningu með því að skrifa í minningarbók sem liggur frammi hjá skrifstofu skólans. Bekkjarfélagar Bryndísar Klöru í 2-S tendruðu á kerti og skrifuðu fyrstu minningarorðin í bókina. Starfsfólk og nemendur Verzlunarskólans votta fjölskyldu og vinum Bryndísar Klöru innilegrar samúðar á þessum erfiðu tímum. Minningin um glaðværa og yndislega stúlku sem var ein af okkur lifir áfram.