Samstarfssamningur Verzlunarskóla Íslands og Mín líðan
Skólinn hefur gert samstarfssamning við Mín líðan um sálfræðiþjónustu. Samningurinn gerir nemendum kleift að sækja sér aðgengilega sálfræðimeðferð sem fer alfarið fram í gegnum netið. Slík þjónusta er í takt við þarfir og kröfur framtíðarkynslóða. Með samstarfssamningnum er verið að fjölga þeim leiðum sem í boði eru fyrir nemendur skólans til að leita sér aðstoðar fagfólks. Nánari upplýsingar um samstarfið veita skólastjórnendur og námsráðgjafar skólans. Þá er hægt að kynna sér þjónustu Mín líðan á www.minlidan.is