14. nóv. 2016

Erlendir gestir í heimsókn

Dagana 6.-12. nóvember fékk skólinn til sín erlenda gesti. Annars vegar var um að ræða Nordplus verkefni þriggja landa, Íslands, Finnlands og Svíþjóðar sem ber yfirskriftina Jobba i Norden og er um aþjóðlegan vinnumarkað, vinnumenningu og hvernig eigi að bera sig að ef sótt er um vinnu erlendis. Erlendu gestirnir héldu áhugaverða fyrirlestra fyrir nemendur VÍ, ásamt því að farið var í heimsóknir í fyrirtæki, stofnanir og banka. Þátttakendum, bæði nemendum og kennurum bar saman um að vikan hefði verið mjög vel heppnuð.

Hins vegar var um að ræða fyrsta fund í tveggja ára Erasmus+ verkefni sex Evrópulanda sem ber yfirskriftina Welcome to My City. Þema verkefnisins er hvernig við tökum á móti erlendum gestum, einkum ungu fólki, hvort sem þeir eru ferðamenn, innflytjendur eða flóttafólk. Nemendur unnu verkefni, fengu fyrirlesara í skólann og fóru í heimsókn í fyrirtæki. Erlendu nemendurnir gistu hjá íslenskum gestgjöfum. Vikan hjá þessum hópi var einnig einkar vel heppnuð.

Fréttasafn