16. ágú. 2021

Skólasetning nýnema, bókalistar og fleira

Þann 19. ágúst er skólasetning nýnema í hátíðarsal skólans (Bláa sal) á 2.hæð kl. 10 og kl 13, en vegna fjöldatakmarkana verður skólasetningin tvískipt. Bekkir A, B, D, E , F, G og H mæta kl. 10 og bekkir I, R, S, T, U, X, Y mæta kl. 13. Að skólasetningu lokinni fá nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið. Þeir fá til að mynda afhent aðgangs- og lykilorð að tölvukerfi skólans, hitta umsjónarkennara sína og fara í myndatöku fyrir Innu. Bóksala fer fram í stofu 101 að lokinni kynningu. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 20. ágúst.

Smella á mynd til að stækka

 

Eldri bekkingar mæta skv. stundaskrá föstudaginn 20. ágúst. Stundaskrár og bekkjarlistar verða aðgengilegir í INNU um miðjan ágúst.

Allir nemendur er hvattir til þess að ganga sem fyrst frá kaupum á námsbókum. Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í skólanum og verður fyrirkomulag þeirrar bóksölu kynnt nánar síðar. Bókalistann fyrir haustönnina má finna undir flipanum „Námið“ en einnig er flýtivísun  hér. 

Einnig hvetjum við nýnema til að skrá sig á undirbúningsnámskeið í stærðfræði. Skráning fer fram með því að smella hér og fær viðkomandi þá tölvupóst um leið. Nánari upplýsingar um undirbúningsnámskeiðið má finna hér.

 

 

Fréttasafn