25. maí 2018

Skólaslit

Brautskráning stúdenta verður í Hörpu þann 26. maí næstkomandi. Brautskráningin verður sú stærsta í sögu skólans þar sem um 540 nemendur munu taka við stúdentsskírteinum sínum.

Um ákveðin tímamót eru að ræða þar sem við kveðjum síðasta stúdentsárganginn úr 4 ára náminu og fyrsta árganginn úr 3 ára náminu.

Þar sem tveir árgangar eru að útskrifast var ákveðið að skipta hópnum í tvennt og hafa athöfn fyrir hvorn árgang fyrir sig. Fyrri athöfnin er fyrir nemendur af 3. ára námsbrautum og hefst hún klukkan 10:30 (stúdentsefni mæta klukkan 9:45). Seinni athöfnin hefst klukkan 14:00 (stúdentsefni mæta klukkan 13:15) og er fyrir nemendur sem eru að ljúka 4. ára námsbrautum.

Reikna má með að hvor athöfn vari í um það bil tvo tíma. Að brautskráningu lokinni liggur leið stúdenta að Aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af árgangnum. Gera má ráð fyrir því að það taki u.þ.b. hálftíma.

Fréttasafn