Smásagnakeppni KÍ

Kennarasamband Íslands og Heimili og skóli efna til smásagnasamkeppni meðal nemenda á öllum skólastigum í tilefni Alþjóðadags kennara 5. október.
Þema smásagnakeppninnar er „kennarinn minn“.

Keppendum er skipt í fimm flokka, þeir eru þessir:
• Leikskólinn
• Grunnskólinn – 1. til 4. bekkur
• Grunnskólinn – 5. til 7. bekkur
• Grunnskólinn – 8. til 10. bekkur
• Framhaldsskólinn

Handrit skal senda á netfangið smasaga@ki.is.

Sagan má ekki hafa birst opinberlega og ekki vera lengri en 3.000 orð. Nafnleynd verður viðhöfð gagnvart dómnefnd og því vert að gæta þess að nafn höfundar komi ekki fram í sjálfu handritinu heldur einvörðungu fylgiskjölum.

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fimm bestu sögurnar við hátíðlega athöfn á Alþjóðadegi kennara. Verðlaunasögurnar verða birtar í miðlum Kennarasambandsins.

Skilafrestur smásögu er 16. september.

 

Aðrar fréttir