1. nóv. 2021

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

  • Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram í lok september. 

Nokkrir nemendur skólans tóku þátt í keppninni og stóðu sig mjög vel. Keppt var í tveimur flokkum, annars vegar á neðra stigi sem var opið nemendum á fyrsta ári og hins vegar á efra stigi sem var opið öllum framhaldsskólanemendum. Ragna María Sverrisdóttir nemandi VÍ á fyrsta ári gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina á neðra stigi og fær þar af leiðandi boð um að vera í liðinu sem keppir í Eystrasaltskeppninni sem haldin verður í nóvember. 

Framundan er úrslitakeppni sem haldin verður í mars á næsta ári en þeir sem fá boð í þá keppni eru efstu nemendur á efra og neðra stigi forkeppninnar en keppt er um sæti í ólympíuliði Íslands í stærðfræði. Verzlunarskólinn á nokkra fulltrúa í þessum hópi og óskar skólinn okkar fulltrúum til hamingju með árangurinn. 

Efst á neðra stigi voru:

Sæti Nafn Skóli
1. Ragna María Sverrisdóttir Verzlunarskóli Íslands
2. Birkir Orri Arason Menntaskólanum í Reykjavík
3. Hildur Vala Ingvarsdóttir Menntaskólanum í Reykjavík
4. Kristján Dagur Jónsson Menntaskólinn í Reykjavík
5. Hrafnkell Hvanndal Halldórsson Menntaskólinn í Reykjavík
6. Kristófer Tómas Kristinsson Menntaskólinn í Reykjavík
7. Jónas Orri Egilsson Menntaskólinn í Reykjavík
8. Magnús Hjaltason Verzlunarskóli Íslands
9. Kári Tómasson Menntaskólinn í Reykjavík
10. Erna María Beck Menntaskólinn í Reykjavík
11.-12. Aðalsteinn Þorsteinsson Verzlunarskóli Íslands
11.-12. Sigþór Haraldsson Menntaskólinn í Reykjavík
13. Jón Hreiðar Rúnarsson Verzlunarskóli Íslands
14. Inga Margrét Bragadóttir Menntaskólinn í Reykjavík
15. Guðmundur Brynjar Þórarinsson Menntaskólinn við Hamrahlíð

Efst á efra stigi voru:

Sæti Nafn Skóli
1. Benedikt Vilji Magnússon Menntaskólinn í Reykjavík
2. Viktor Már Guðmundsson Menntaskólinn í Reykjavík
3. Selma Rebekka Kattoll Menntaskólinn í Reykjavík
4. Kirill Zolotuskiy Menntaskólinn í Reykjavík
5. Gústav Nilsson Verzlunarskóli Íslands
6. Jón Snider Verzlunarskóli Íslands
7. Hallgrímur Haraldsson Menntaskólinn í Reykjavík
8.-11. Sverrir Hákonarson Verzlunarskóli Íslands
8.-11. Sæmundur Árnason Verzlunarskóli Íslands
8.-11. Arnar Dór Vignisson Menntaskólinn í Reykjavík
8.-11. Óðinn Andrason Menntaskólinn á Akureyri
12. Einar Andri Víðisson Menntaskólinn í Reykjavík
13.-14. Ísak Norðfjörð Menntaskólinn í Reykjavík
13.-14. Veigar Elí Grétarsson Verzlunarskóli Íslands
15. Jóhannes Reykdal Einarsson Menntaskólinn í Reykjavík
16. Ómar Ingi Halldórsson Verzlunarskóli Íslands
17. Alex Orri Ingvarsson Menntaskólinn í Reykjavík
18.-20. Ingólfur Bjarni Elíasson Verzlunarskóli Íslands
18.-20. Ólafur Steinar Ragnarsson Menntaskólinn í Reykjavík
18.-20. Matthías Andri Hrafnkelsson Menntaskólinn í Reykjavík
21. Karitas T. Z. Friðjónsdóttir Menntaskólinn í Reykjavík
22.-23. Victor Kári Kristinsson Menntaskólinn í Reykjavík
22.-23. Leifur Már Jónsson Menntaskólinn í Reykjavík
24.-25. Matthildur Peta Jónsdóttir Menntaskólinn í Reykjavík
24.-25. Freyr Víkingur Einarsson Menntaskólinn við Hamrahlíð
26.-27. Ingi Hrannar Pálmason Menntaskólinn á Akureyri
26.-27. Kári Hólmgrímsson Menntaskólinn á Akureyri

 

Fréttasafn