Útskriftarnemendur kveðja skólann
Síðastliðinn föstudag mættu útskriftarnemendur í skólann og kvöddu kennara sína og skólann. Dagskráin var nokkuð hefðbundin en framkvæmdin öðruvísi vegna fjöldatakmarkana. Bekkirnir héldu til í sinni heimastofu en komu ekki saman í Bláa sal eins og venja er. Hver bekkur hélt lítið pálínuboð, ræðuhöld og skemmtiatriði voru svo streymd inn í heimastofur úr Bláa sal og að lokum fór afhending Spégrímunnar fram. Þetta var frábær dagur og skólinn óskar nemendunum góðs gengis í væntanlegri prófatörn.