28. jún. 2021

Undirbúningsnámskeið í stærðfræði

Til þess að tryggja sem jafnastan undirbúning nemenda í stærðfræði verður boðið upp á sérstakt undirbúningsnámskeið (STÆR-Undirbúningur) fyrir nýnema.

Námskeiðið fer fram í húsnæði Verzlunarskólans mánudaginn 16. og þriðjudaginn 17. ágúst. Nemendur geta valið að vera frá 9 til 12:30 eða 13 til 16:30. Námskeiðið varir báða dagana og gert er ráð fyrir að nemendur læri líka heima.

Námskeiðið endar á skriflegu prófi, þeir sem ná prófinu fá eina einingu fyrir námskeiðið.

Námskeiðið verður í umsjá stærðfræðikennara skólans. Farið verður yfir brotareikning, þáttun, jöfnur, rúmfræði og prósentur. Námskeiðið er valfrjálst en sem viðmið eru hér nokkur dæmi sem eru sambærileg þeim sem farið verður í á námskeiðinu.

Skráning fer fram með því að smella hér  og fær viðkomandi þá tölvupóst um leið. Síðasti dagur til að skrá sig á námskeiðið er 11. ágúst. Föstudaginn 13. ágúst fá nemendur sendan póst með upplýsingum um hópaskiptingu og nánari útfærslu námskeiðsins. Ef spurningar vakna má senda póst á holmfridur@verslo.ís.  

Námskeiðið er nemendum að kostnaðarlausu.

Fréttasafn