Uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla
Uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla var haldin í höfuðstöðvum Arion banka á föstudaginn síðastliðinn. Í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að viðskiptahugmynd sem miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri.
Eftirfarandi fyrirtæki frá Verzlunarskóla Íslands hlutu verðlaun:
- Fyrirtæki ársins, 2. Sæti: DOZE
- Fyrirtæki ársins, 3. Sæti: Pósters
- Mesta nýsköpunin: Zomnium
- Besti Sjó-Bissnessinn: Lóna
- Besta tæknilausnin: Flutningstorg
- Umhverfisvænasta lausnin: Rás
- Besta „deililausnin“: Fataport
- Fallegasti sölubásinn: Esja skart
Við erum mjög stolt af nemendum okkar og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.