30. apr. 2022

Upp­skeru­hátíð Fyr­ir­tækja­smiðju Ungra frum­kvöðla

 • Fyrirtækið Doze sem lenti í öðru sæti
 • Fyrirtækið Posters sem lenti í þriðja sæti
 • Fyrirtækið Zomnium sem fékk verðlaun fyrir mestu nýsköpunina

Upp­skeru­hátíð Fyr­ir­tækja­smiðju Ungra frum­kvöðla var hald­in í höfuðstöðvum Ari­on banka á föstu­dag­inn síðastliðinn. Í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að viðskiptahugmynd sem miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri.

Eftirfarandi fyr­ir­tæki frá Verzlunarskóla Íslands hlutu verðlaun:

 • Fyr­ir­tæki árs­ins, 2. Sæti: DOZE
 • Fyr­ir­tæki árs­ins, 3. Sæti: Pó­sters
 • Mesta ný­sköp­un­in: Zomni­um
 • Besti Sjó-Biss­ness­inn: Lóna
 • Besta tækni­lausn­in: Flutn­ing­s­torg
 • Um­hverf­i­s­væn­asta lausn­in: Rás
 • Besta „deili­lausn­in“: Fata­port
 • Fal­leg­asti sölu­bás­inn: Esja skart

Við erum mjög stolt af nemendum okkar og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Fréttasafn