12. jan. 2021

Vefverslun Matbúðar

Í dag opnaði vefverslun Matbúðar, nemendur geta því pantað vörur úr Matbúð og sótt í frímínútum klukkan 10 eða í hádegishléinu. Afhendingarstaðir eru þrír í skólanum. Nóg var að gera hjá Matbúðarkonum í dag enda tóku nemendur vel í þessa nýjung. Vöruúrvalið er fjölbreytt en þar má m.a. finna ýmsa ávexti, chiagrauta, rúnstykki með áleggi og kjúklingasalat í teriyaki. 

Slóðin á síðuna er hér, Vefverslun Matbúðar

Fréttasafn