6. jan. 2017

Verðlaun fyrir vel unnið samstarfsverkefni Verzlunarskólans og Gimnazija Tolmin

Í fyrra tóku nemendur í 4-S ásamt Margréti Auðunsdóttur og Rut Tómasdóttur þátt í verkefni með nemendum í Gimnazija Tolmin í Slóveníu. Þriðji aðilinn í verkefninu var svo slóvenska orkufyrirtækið GOLEA. Verkefnið sem bar yfirskriftina Think Global, Act Local, fékk styrk frá EEAgrants styrkjakerfinu sem fjármagnað er af Noregi, Íslandi og Lichtenstein. Þetta væri ef til vill ekki í frásögu færandi núna ef verkefninu hefði ekki nýlega verið veitt verðlaun í Slóveníu sem 2. besta alþjóðasamstarfsverkefni ársins í ofangreindu styrkjakerfi. Eða eins og segir í umsögninni:

“Caring for a healthy living environment and preserving nature for future generations is the task of each day. In collaboration with peers from Iceland and the local energy agency GOLEA participants have studied examples of good practice in the field of green energy in Slovenia and Iceland. We were especially attentive to innovative practices in this field. At the same time we identify the modes of operation of each individual, which transcend national borders and have a positive impact on reducing global warming. Many activities were carried out with the aim of spreading knowledge and the project is a good example of encouraging students to become active citizens and opening schools to the outside through cooperation with the local economy and support institutions that can through concrete academic content add significant professional contribution.”

Fréttasafn