Nám til stúdentsprófs

Verzlunarskóli Íslands var stofnaður árið 1905 og hefur útskrifað stúdenta frá árinu 1945. Skólanum var í fyrstu ætlað að mennta og efla íslenska atvinnurekendur sem þá höfðu rutt sér til rúms í verslun og þjónustu. Það hafa orðið miklar breytingar á skipulagi náms og námsframboði við skólann frá því hann var stofnaður.

Verzlunarskóli Íslands er leiðandi í viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi á Íslandi. Skólinn leitast við aðlaga sig að síbreytilegum aðstæðum og vera í fremstu röð í notkun upplýsinga- og tölvutækni. Áhersla er lögð á að skapa þroskandi námsumhverfi sem eflir jafnt náms- og persónulega hæfni nemenda.

Markmið Verzlunarskóla Íslands er að:

  • brautskráðir nemendur verði færir um að takast á við nám á háskólastigi, hérlendis sem og erlendis
  • búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífi í lýðræðisþjóðfélagi
  • stuðla að alhliða þroska nemenda, efla víðsýni þeirra og skapandi hugsun
  • þjálfa nemendur í sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum
  • efla félagslega hæfni nemenda í samskiptum og samvinnu við aðra

Brautir

Frá haustinu 2015 hefur verðið kennt samkvæmt nýrri námskrá við skólann. Skólinn býður upp á fjórar námsbrautir til stúdentsprófs (smelltu á brautina til að fá nánari upplýsingar um hana):

Innritaðir 2019

Innritaðir 2018

Innritaðir 2015-2017

Stúdentspróf er tekið á þremur árum

Fjöldi eininga til stúdentsprófs er 207 framhaldsskólaeiningar (ein).
Náminu á öllum brautum má skipta í fernt:

  1. Sameiginlegur kjarni. Þetta eru samtals 97 ein og eru allar þær greinar sem eru sameiginlegar öllum brautum.
  2. Brautarkjarni. Brautarkjarninn er 60 ein og eru greinar sem einkenna viðkomandi braut.
  3. Línur. Hér velur nemandinn  sér línur sem innihalda sérhæfða áfanga í samræmi við það hvert hann stefnir að stúdentsprófi loknu. Þessi hluti er samtals 30 ein. 
  4. Valgreinar.  Til valgreina teljast 20 ein (4 áfangar) þar sem nemandinn hefur ákveðið val sem er að hluta til stýrt til frekari dýpkunar á náminu  og að hluta til frjálst.