Latína

Latína og málvísindi eru kennd fjóra tíma á viku á málabraut í 5. og 6. bekk. Markmiðið með kennslunni má segja að sé það að:

  • nemendur öðlist nokkra þekkingu á latneskri tungu og heimi málvísinda með undirbúning framhaldsnáms í tungumálum og almennt menntunargildi í huga.
  • Ljóst er að þekking á latínu og málvísindum nýtist vel fólki sem hyggur á nám í tungumálum og í hugvísindum margs konar. Kunnáttu í latínu er einnig krafist í málanámi við háskóla í Þýskalandi, Frakklandi og fleiri Evrópulöndum.

Lokamarkmið

Að nemendur:

  • kynnist hinu forna menningarmáli og þeim menningarheimi sem latína var hluti af
  • skynji hvernig latínan hefur verið óaðskiljanlegur hluti vestrænnar menningar
  • kynnist því hvernig orð og orðstofnar latínu verða þeim til skilningsauka við almennt tungumála- og hugvísindanám
  • fái innsýn í uppbyggingu og orðsifjafræði (etymologíu) Vestur-Evrópumála
  • kynnist nokkuð samanburðarmálfræði
  • fái að kynnast nokkuð upphafi bókmennta í Evrópu
  • fái innsýn í hve þýðingarmikil gríska og grískir orðstofnar eru í nútíma Evrópumálum, einkum á sviði vísinda

Kennsluhættir

Í fyrri áfanga er megináhersla lögð á að kenna undirstöðuatriði latínu og er það gert með textalestri, fjölmörgum æfingum og heimaverkefnum. Einnig er einnig farið skipulega í málvísindi og samanburðarmálfræði. Í framhaldsáfanganum er lögð megináhersla á aukinn textalestur, tengsl latínu við nýju málin, m.a. ensku og frönsku. Jafnframt er fjallað um gríska orðstofna og tengsl grísku við önnur Evrópumál. Kennslubækur í latínu innihalda margs konar æfingar, sem farið er rækilega yfir en málvísindaþættinum er einkum gerð skil með viðbótarefni og praktískum æfingum undir handleiðslu kennarans. Prófað er reglulega í námsefninu enda námið byggt upp í þrepum þar sem hvert atriði byggir á öðru. Að auki er ýmsum þáttum gerð skil með einstaklingsbundum æfingum og verkefnum