Líffræði

Þær raungreinar, sem kenndar eru við Verzlunarskólann, eru: eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Samkvæmt nýrri aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla ber skólum að kenna náttúruvísindi, en hér er um að ræða samtals 9 einingar (þrjá þriggja eininga áfanga) þar sem fjallað er um samspil manns og náttúru út frá sjónarhóli hinna ýmsu raungreina. Fyrir utan náttúrufræðibrautina eru náttúruvísindin kennd á tveimur árum, samtals 9 einingar, í greinum sem hér á eftir eru annars vegar kallaðar líffræði og hins vegar náttúrufræði. Á náttúrufræðibraut eru náttúruvísindin partur af líffræði, efnafræði eðlisfræði og jarðfræðinámi. Þetta kemur fram í lýsingum á þessum greinum hér á eftir.


Markmiðið með kennslu í raungreinum eru breytileg eftir deildum. Hins vegar má segja að sameiginlegt meginmarkmið sé:

  • að veita nemendum fræðilegan grunn þannig að þeir verði færir um að taka virkan þátt í nútímasamfélagi.